top of page
20230630_180620.jpg

um verkefnið

Klessulaus 101 Reykjavík
Þá er komið að því sem „Tyggjókallinn“ sagði í viðtali við RÚV að loknu verkefninu Tyggjóið Burt sem var fólgið í því að hreinsa tyggjóklessur af gangstéttum Reykjavíkur frá 15. júlí til 25. september 2020.

 

Í viðtali við RÚV að loknu þessu verkefni sagði ég og vitna ég hér í viðtalið: „Markmiðið er tyggjóklessulaus 101 - 1. júlí 2021. Er það ekki
gott?,“ Hér má sjá þetta viðtal.


Vegna áframhaldandi Covid ástands, breyttust öll mín plön, þannig að loksins núna ætla ég að ráðast í þetta verkefni 1. júlí 2023. Við talningu í mars til júní 2023 var fjöldi tyggjóklessa um 38.000+  í þessum 92 götum í 101 Reykjavík. Samtals er lengd á þessum gangstéttum um 52 km. 


Hægt er að styrkja þetta verkefni með því að kaupa hreinsun á hverjum 10. metra bút á TIX.is, þar verður hægt að velja fjölda metra og hvaða gangstétt í 101 Reykjavík viðkomandi vill styrkja með kaupum á hreinsun. 
 

Kort er hér á forsíðu af 101 Reykjavík þar sem götur, sem eru hreinsaðar af Reykjavíkurborg, eru litaðar með bláum lit. Aðrar götur eru litaðar gráar meðan hver 10 metra bútur er enn óseldur. Bútarnir litast rauðir þegar þeir eru seldir og að lokum grænir þegar búið er að hreinsa þá. Kortið verður uppfært daglega.

 

Ég kem ekki til með að gera þetta einn, en mun ráða fólk í þetta með mér þessa þrjá mánuði sem verkefnið stendur yfir. Til þess að tapa ekki fé á þessu, mun ég verðleggja hverja 10 metra nokkuð ríflega og að sjálfsögðu misjafnlega eftir götum. Þess vegna á ég von á því að það verði hagnaður af þessu verkefni og langar mig til þess að sá hagnaður renni til Umhyggju Félag langveikra barna.

 

Nánar verður hægt að fylgjast með þessu verkefni á facebook síðu Tyggjóið burt

bottom of page