top of page

Kortið að ofan sýnir 101 Reykjavík. Götur sem eru hreinsaðar af Reykjavíkurborg eru litaðar bláar. Gráar götur eru óseldar.

Bútarnir litast rauðir þegar þeir eru seldir og síðan grænir þegar búið er að hreinsa þá.
Fjólulitað er það sem ég hef hreinsað á eigin kostnað þar til sú gata selst.

Klessulaus 101 Reykjavík er yfirskrift verkefnis sem Guðjón Óskarsson „tyggjókall“ hóf 1. júlí.

Verkefnið Klessulaus 101 Reykjavík felur í sér að fjarlægja um 38.000+ tyggjóklessur í 92 götum í miðborginni, alls um 52 km vegalengd.

 

Hægt verður að styrkja verkefnið með því að kaupa hreinsun á tíu metra löngum bútum á tix.is en allur hagnaður rennur til Umhyggju- félags langveikra barna.

Við fengum aðstoð við þetta verkefni frá Tix.is með þvi að fá að nota þeirra miðasölukerfi. Þar af leiðandi þarf að hafa nokkur atriði í huga:

  • Kaupa miða“ er að kaupa 10 metra bút af valdri götu.

  • Eftir val á götu birtist „veldu sæti“, sem táknar að velja 10 metra bút.

  • Hver 10 metra bútur birtist sem einn „miði

Götur birtast eftir verðflokkum, sem eru 6. Verðin eru frá 250 kr. til 2.000 kr. fyrir hvern 10 metra bút, en verðin reiknast eftir tyggjóklessufjölda á gangstéttunum.

bottom of page